Viðburðir framundan

Rúnamerki

Opnun 22.mars kl. 16

HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23.- 26. mars 2017. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við íslenska hönnuði og arkitekta. Þjóðminjasafn Íslands tekur þátt í HönnunarMars. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu sýna Þórunn Árnadóttir, Milla Snorrason og pólskir og íslenskir myndskreytar. Sigurður Oddsson sýnir í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu.

Hönnuður: Sigurður Oddsson (Siggi Odds)

Í verkefninu er því velt upp í einskonar hliðstæðum veruleika hvernig þekktustu og fallegustu merki Íslandssögunnar gætu litið út ef við hefðum ekki tekið upp rómverska stafrófið og notuðumst enn við rúnaletur eins og það leit út fyrir 1000 árum.

Þannig lærum við að lesa og skrifa í rúnaletri út frá okkar ástsælustu vörumerkjum og heiðrum þennan menningararf sem hefur að mestu leyti dottið úr almennri þekkingu.

Í verkefninu eru nokkur af þekktustu merkjum íslandssögunnar endurteiknuð í rúnaletri og sett í samhengi við samtíma sinn í myndum.

https://www.facebook.com/events/1931537707065791/