Viðburðir framundan

Safnanótt í Safnahúsinu

Þjóðminjasafnið býður gestum uppá skemmtilega dagskrá í Safnahúsinu á safnanótt. Ókeypis aðgangur og dagskrá fyrir alla aldurshópa frá klukkan 18.00 - 23.00. 

Dagskrá:

19:00 - 23:00

List í ljósi - Ekkó

Seyðfirska listahátíðin List í Ljósi mun í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur varpa verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið. Verkið er eftir Nýsjálensku listamennina Samuel Miro og Delainy Kennedy sem mynda listahópinn Nocturnal (nocturnal.nz).

19.00 - 19.20  og 19:30 - 19.50

 Dansferðalag um tíma og rúm

 Nemendur á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans ferðast dansandi um rými Safnahússins með innblástur dregin úr verkum Pinu Bausch sem þau hafa leikið með á ólíkan hátt og útfært fyrir rými Safnahússins. Áhorfandinn sér birtast kunnuleg brot úr þekktum verkum Pinu svo sem verkinu Rite of Spring.

 Nemendur á 2. og 3. ári á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans hafa í vetur skoðað verk Pinu Bausch í sögulegum áfanga. Á Safnanótt ferðast þau dansandi um rými Safnahússins með innblástur dregin úr verkum Pinu sem þau hafa þó leikið með á ólíkan hátt og útfært sérstaklega fyrir rými Safnahússins.  Áhorfandinn sér birtast kunnuleg brot úr þekktum verkum Pinu svo sem verkinu 'Rite of Spring'.

Dansarar: Nemendur Klassíska listdansskólans á framhaldsbraut auk gestadansara frá FWD Youth Company. Dagskráin er endurtekin og hefst bæði kl. 19:00 og 19:30.

20:00 – 21.00

Spekingar spjalla

 Sérfræðingar frá söfnunum sem eiga verk á sýningunni Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim í Safnahúsinu eru við á sýningunni á milli kl. 20 og 21 og spjalla við gesti um valda sýningarhluta. Frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður Gísli Sigurðsson rannsóknarprófessor til viðræðu um þann kjörgrip sem nú er í öndvegi. Jóhanna Guðmundsdóttir, skjalavörður á Þjóðskjalasafni, spjallar við gesti um efni sérsýningarinnar Spegill samtímans 1770, um bréf landsmanna til landsnefndar. Frá Landsbókasafni mætir Gunnar Marel Hinriksson og ræðir einkum Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar og um galdra. Viðar Hreinsson, rithöfundur og náttúrurýnir mætir f. h. Náttúruminjasafns og spjallar um listina, náttúruna og vísindin og samspilið þar á milli, með áherslu á Jón lærða Guðmundsson. 

Frá Þjóðminjasafni kemur Ágúst Ó. Georgsson og talar um myndablað sem sýnir helstu störf fólks til sveita á síðari hluta 19. aldar. 

 21.00 – 21.30

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson koma fram

Söngkonan góðkunna, Sigríður Thorlacius, og hinn mæti söngvari, Sigurður Guðmundsson, koma fram í gamla lestrarsalnum í Safnahúsinu og flytja nokkur hugljúf lög fyrir gesti. Þau Sigríði og Sigurð þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal þekktustu og dáðustu söngvara landsins. Bæði hafa þau gert garðinn frægan með hljómsveitum sínum, Sigríður með Hjaltalín og Sigurður með Hjálmum, en jafnframt státa þau af glæstum sólóferlum.

Sýningar:

 Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld 

Spegill samfélagsins 1770. Almúgi og embættismenn skrifa Danakonung

Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim