Viðburðir framundan

Siglt eftir stjörnunum

Sævar Helgi Bragason skoðar stjörnur og segir frá rötun. Krakkar og fullorðnir eru velkomnir og við búum til einfaldan sextant sem gerir okkur kleift að mæla breiddargráðu Íslands. Gestir læra líka áttirnar út frá stjörnunum. Ef veður leyfir verður kíkt á stjörnuhimininn. Sextant er hornamælingatæki til staðarákvörðunar á sjó þar sem farið var eftir hæð sólar, tungls eða stjörnu.

.