Nánar um jólasveinana

Þjóðbúningadagur

Félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna þjóðdansa og bjóða viðstöddum að taka þátt í dansinum. Sýndir verða þjóðbúningar eftir Helgu Áslaugu Þórarinsdóttur sem verður 90 ára í sumar. Helga er áhugafólki um íslenska þjóðbúninga að góðu kunn enda hefur hún áratugum saman verið mikilsvirkur félagsmaður bæði í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.

Viðburðurinn hefst kl. 14:00 og er ókeypis á safnið fyrir alla þá sem mæta á þjóðbúningi.