Viðburðir framundan

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Safnahúsið við Hverfisgötu

Ókeypis aðgangur í Safnahúsið við Hverfisgötu á þjóðhátíðardaginn 17. júní 

Í Safnahúsinu er sýningin Sjónarhorn sem er samstarfsverkefni Þjóðminjasafnsins, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafnmörg sjónarhorn. Þau tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.

Barnafjölskyldur geta fundið ýmsa staði í sýningunni þar sem má leika, snerta og rannsaka. Þessir staðir eru vaktaðir af Fróðildinu sem er lítil vængjuð vera.

Í Safnahúsinu er safnbúð og kaffihúsið Júlía & Julia.

Verið öll velkomin í Safnahúsið á þjóðhátíðardaginn 17. júní.