Viðburðir framundan

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Ókeypis aðgangur í Þjóðminjasafn Íslands á þjóðhátíðardaginn 17. júní 

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins; Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár er leitast við að draga upp skýra og heillega mynd af menningarsögu Íslendinga. Gripir safnsins eru settir í sögulegt samhengi þar sem tekið er mið af rannsóknum. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla til gesta fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar.

Framan við grunnsýningu safnsins er Dysnes: Heiðnar grafir í nýju ljósi.  Ljósmyndasýningarnar Augnhljóð í Myndasal og Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg. Í horni er sýningin Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum og í Bogasal er Prýðileg reiðtygi. 

Verið öll velkomin í Þjóðminjasafnið á þjóðhátíðardaginn 17. júní.