Viðburðir framundan

Tónlistarstund fyrir fjölskylduna

Tónskóli Sigursveins heimsækir Safnahúsið

Tónlist mun óma um safnið næstkomandi fimmtudag, 10. maí þegar nemendur Suzukideildar Tónskóla Sigursveins stíga á stokk í Safnahúsinu kl. 11. Á milli kl. 11 og 14 verður frír aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með börnum á sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Verið öll velkomin.

Í Suzukideild Tónskóla Sigursveins eru um 120 nemendur á aldrinum 3ja til 16 ára en hljóðfæranámið fer fram í gegnum svonefnda móðurmálsaðferð þar sem börnin læra tónlist eftir eyranu í upphafi náms, rétt eins og er með tungumálið. Upphafsmaður aðferðarinnar var japanskur fiðlukennari, Shinichi Suzuki. Foreldrar eru virkir þátttakendur í námi barnanna og læra í upphafi undirstöðuatriðin í hljóðfæraleik svo þau eigi auðveldara með að aðstoða börnin við námið. Í Suzukideild Tónskólans er kennt á fiðlu, selló, víólu, píanó og gítar.