Nánar um jólasveinana

Uxatindar

Opnun 21. mars kl. 17

Uxatindar

Hönnuður: Milla Snorrason

Milla Snorrason hefur fengið stúlkur úr Listaháskóla Íslands til liðs við sig sem munu sýna gjörning í Safnahúsinu á Hverfisgötu íklæddar flíkum úr nýjustu línu hönnuðarins 
U X A T I N D A R. Gjörningurinn hefst kl. 15:00 laugardaginn 25. Mars. Línan í heild sinni verður til sýnis í Safnahúsinu á meðan á Hönnunarmars stendur og opnar þriðjudaginn 21. mars kl. 17:00. 

Hönnuður Milla Snorrason, Hilda Gunnarsdóttir, sækir innblástur til Fjallabaks Nyrðra þar sem hún þræddi gönguleiðir síðla sumars 2016 ásamt fjórum vinkonum. Listneminn Ágústa Gunnarsdóttir var með í för og fékk það hlutverk að skissa upp göngugarpana í hinum ýmsu stellingum og notaði Hilda skissurnar í vinnslu mynsturs línunnar sem kemur í tveimur litum. Innblástur er einnig sóttur í snið 7. áratugarins og má finna gæðaefni eins og dýrindis silkiflauel og skoska ull í línunni.

https://www.facebook.com/events/1833808146886198/