Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Brasilíufararnir - Hreyfanleiki og hnattræn tengsl fólks á 19. öld

  • 12.3.2017 Eyrún Eyþórsdóttir

Þriðjudaginn 14. mars kl. 12 flytur Eyrún Eyþórsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Á árunum 1863 og 1873  settust tæplega 40 Íslendingar að í suðurhluta Brasilíu.  Búferlaflutninga þeirra verður að skoða í stærra samhengi hreyfanleika fólks og hnattrænna tengsla á 19. öld en áætlað er að yfir 50 milljónir manna hafi flust frá Evrópu og sest að annars staðar á tímabilinu.  Athyglisvert er að skoða fréttaflutning frá meginlandi Evrópu í tímaritum hérlendis um búferlaflutningana, meðal annars til Brasilíu, og velta fyrir sér áhrifum þessa á ákvörðun Brasilíufaranna. Efni fyrirlestursins byggir á doktorsrannsókn Eyrúnar í mannfræði við Háskóla Íslands um Brasilíufarana og afkomendur þeirra í samtímanum.Eyrún

Fyrirlesturinn er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins á vormisseri og er skipulagður í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.