Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Prýðileg reiðtygi: Glæst reiðver, góður klár

  • 25.9.2018 Sigríður Sigurðardóttir

Þriðjudaginn 25. september kl. 12 flytur Sigríður Sigurðardóttir, kennari og sagnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Sigríður um skreytingar á reiðtygjum og um fylgihluti reiðtygjanna. Hún fjallar um þróun reiðtygja, samfélagsleg áhrif þeirra og veltir upp hugmyndum um þægindi og óþægindi reiðbúnaðar. Í Bogasal stendur nú yfir sýningin Prýðileg reiðtygi með úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands.

Sigríður Sigurðardóttir kenndi við Varmalandsskóla og Stórutjarnarskóla á árunum 1978-1982. Sigríður vann við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands með sagfræðinámi og eftir að hafa lokið námi til ársins 1987. Þá tók hún við stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðina og gegndi henni til 30. júní 2018. Á safnstjóraárunum á Byggðasafni Skagfirðinga setti Sigríður upp fjölda sýninga og stundaði rannsóknir af ýmsu tagi, s.s. á kirkjusögu, torfhleðslu, vesturferðum Íslendinga til Ameríku, þrifnaðarháttum í torfbæjum og á þróun reiðvera.  

Verið öll velkomin.