Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Tjarnarvellir. Nýtt rannsóknar- og varðveislusetur

  • 25.10.2016 Guðmundur Lúther Hafsteinsson

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 25. október kl. 12
Guðmundur Lúther Hafsteinsson, sviðstjóri Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, flytur erindi um nýtt rannsóknar- og varðveislusetur safnsins að Tjarnarvöllum.

Þjóðminjasafn Íslands tekur á þessu ári í notkun nýtt varðveislu- og rannsóknarsetur að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Í húsnæðinu sem er 4270fm2 að stærð verða fullbúnar öryggisgeymslur og kjöraðstæður til varðveislu safnkosts. Þar verða einnig rannsóknarstofur, forvörsluverkstæði og rými til undirbúnings sýninga. Þá verður aðstaða fyrir starfsmenn, sérfræðinga, fræðimenn og nemendur.
Fyrirlesturinn er í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis

https://youtu.be/gdl8rF4USfQ