Fyrirlestrar

Sýning verður til: Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

Þriðjudaginn 23. maí kl. 12 flytur Anna Lísa Rúnarsdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Anna Lísa fjallar um tilurð sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi sem nú stendur yfir í Bogasal.

Það er áskorun fólgin í því að taka fyrir viðfangsefni á borð við þverþjóðleika, kynþáttahyggju og fordóma í sýningu. Að flétta saman niðurstöðum fjölbreyttra rannsókna fræðimanna og miðla til gesta. Í erindinu verður sagt frá því ferli sem fór fram frá hugmynd að fullmótaðri sýningu, þeim áherslum sem valdar voru og álitamálum sem komu upp. Lagt var upp með að skapa tilefni til umræðu um búferlaflutninga og hvernig samfélagið okkar hefur mótast af flutningum fólks og hugmynda milli landa. Gefst hér tækifæri til að fá innsýn í safnastarfið og taka þátt í samtali um þessi mál.

Anna Lísa Rúnarsdóttir lauk doktorsprófi í mannfræði frá University College London árið 2004 og starfar nú sem sviðstjóri rannsókna- og þróunarsviðs á Þjóðminjasafni Íslands.Fyrirlesturinn er áttundi í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins og er skipulagður í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.


Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn - 7.9.2017

Þriðjudaginn 12. september kl. 12 flytur Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindi um fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

Lesa meira
Félag fornleifafræðinga

Hádegisfyrirlestrar Félags fornleifafræðinga - 19.1.2017

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræði. Hádegisfyrirlestrar á miðvikudögum kl. 12 í sal Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga,  námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla  Íslands og  Þjóðminjasafns Íslands 2017.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins - 4.1.2017

Fyrirlestrarnir eru haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefjast klukkan 12:05.

Lesa meira
safnahús

Hádegisfyrirlestrar Félags Þjóðfræðinga - 2.1.2017

Fyrirlestrar á vegum Félags Þjóðfræðinga verða í Safnahúsinu við Hverfisgötu þriðja fimmtudag í mánuði og hefjast klukkan 16:00. 

 

Lesa meira

Hádegisfyrirlestrar RIKK - 13.10.2016

Hádegisfyrirlestrar RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00-13.00

Lesa meira

Pólverjar á Íslandi/Poles in Iceland - 8.5.2017

Þriðjudaginn 9. maí kl. 12 flytur Anna Wojtynska erindi um Pólverja á Íslandi.

Lesa meira

„Der döde en kat, forleden nat“. Dönsk tilvera í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. - 5.4.2017

Þriðjudaginn 11. Apríl kl. 12 flytur Íris Ellenberger erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Íris er nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún leggur stund á rannsóknir á sögu kynverundar á Íslandi og sögu fólksflutninga með áherslu á samskipti, átök og samblöndum ólíkra menningarkima í íslensku þéttbýli.

Lesa meira

Heimili í nýju landi: Þýskar konur á Íslandi - 22.3.2017

Þriðjudaginn 28. mars kl. 12 flytur Nína Rós Ísberg mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Nína Rós er með PhD í mannfræði frá University of London og starfar sem framhaldsskólakennari.

Lesa meira
Guðbjört

Hrun og búferlaflutningar: Reynsla Íslendinga í Noregi - 23.2.2017

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12 flytur Guðbjört Guðjónsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira

Það sem má ekki gleyma: Ísland og heimur á hreyfingu - 19.1.2017

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 31. janúar kl.12 mun Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira

Brasilíufararnir - Hreyfanleiki og hnattræn tengsl fólks á 19. öld - 13.3.2017

Brasilíufararnir - Hreyfanleiki og hnattræn tengsl fólks á 19. öld

Þriðjudaginn 14. mars kl. 12 flytur Eyrún Eyþórsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Heima? Þverþjóðlegt líf í nútíð og fortíð - 10.2.2017

Þriðjudaginn 14. febrúar kl.12 flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er annar í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins sem skipulagðir eru í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.

Lesa meira
Tjarnavellir

Tjarnarvellir. Nýtt rannsóknar- og varðveislusetur - 14.2.2017

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 25. október kl. 12
Guðmundur Lúther Hafsteinsson, sviðstjóri Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, flytur erindi um nýtt rannsóknar- og varðveislusetur safnsins að Tjarnarvöllum.

Lesa meira
Bærinn undir sandinum

Rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi - 15.11.2016

Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og fræðimaður í Þjóðminjasafni, segir frá rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 11. október klukkan 12. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Lesa meira
Síra Arnór Árnason

Hann kann þann galdur - 8.11.2016

Í tilefni af opnun tveggja nýrra sýninga á ljósmyndum Jóns Kaldals í Þjóðminjasafni Íslands mun Einar Falur Ingólfsson flytja erindi um myndgerð og stílbrögð ljósmyndarans. Einar Falur bregður upp völdum lykilverkum frá ferli hans, setur verkin í sögulegt samhengi og veltir fyrir sér hugmyndafræði og helstu áherslum sem birtast í verkunum.

Lesa meira
Auður Styrkásdóttir

Feðraveldið lagt að velli. Kvennabarátta í rúma öld - 8.11.2016

Miðvikudaginn 14. september klukkan 12 flytur Auður Styrkásdóttir fyrsta fyrirlestur vetrarins í fyrirlestrarröð Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opin á meðan húsrými leyfir.

Lesa meira
Víkingaaldar sverð

Stöðutákn og skaðræðistól - Víkingaaldarsverð á Íslandi - 28.11.2016

Þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 12 flytur Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur og sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands, erindi um víkingaaldarsverð á Íslandi. 

Lesa meira