Menningararfsár Evrópu 2018

Menningararfsár Evrópu 2018

Evrópuráðið og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa útnefnd árið 2018 sem „Menningararfsár Evrópu“ (European Year of Cultural Heritage 2018).

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setti Menningararfsárið formlega í Þjóðminjasafninu 30. janúar 2018. Meginþemað er gildi menningararfsins fyrir einstaklinga og samfélög. Á Íslandi hefur verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á strandmenningu. Undir hana geta fallið handverk, fornleifar, hús og mannvirki, gripir, bátar, sögur og ótal margt fleira. 

Minjastofnun Íslands sér um skipulagningu menningararfsársins fyrir hönd stjórnvalda. Á árinu verða fjöldi viðburða sem einblína á evrópsk tengsl og sameiginlegan menningararf okkar. 

Hér má sjá viðburði sem Þjóðminjasafn Íslands stendur fyrir.

#EuropeForCulture