Listi yfir hús í safninu

Fyrirsagnalisti

Arngrímsstofa í Svarfaðardal

Arngrimsstofa

 Á Tjörn í Svarfaðardal er stórbýli og kirkjustaður. Þar var prestssetur fram til ársins 1917. Í brekku beint upp af Tjörn er kotbýlið Gullbringa, sem byggðist á 18. öld. Þar stendur enn framhús, sem byggt var framan við gamla bæinn og þar bjó Arngrímur Gíslason málari (1829-87) síðustu ár ævi sinnar ásamt seinni konu sinni og börnum. 

Lesa meira

Bustarfell í Vopnafirði

Burstafell

 Á Bustarfelli er stór og glæsilegur torfbær og hefur hann verið í vörslu Þjóðminjasafnsins frá 1943. Minjasafnið á Bustarfelli er til húsa í bænum en þar má meðal annars sjá gamla muni úr bænum og úr eigu Bustarfellsættarinnar. Safnið er opið frá 1. júní - 10. september 10 -18.

Lesa meira

Bæjardyr á Reynistað

Bæjardyr á Reynistað

Á Reynistað í Skagafirði er bæjardyrahús sem er það eina sem varðveist hefur af bæ þeim sem staðarhaldarinn Þóra Björnsdóttir lét reisa eftir mikinn bruna sem þar varð árið 1758. Í bæjardyrunum getur að líta eitt af fáum dæmum um timburgrind frá 18. öld. 

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Bænhús á Núpsstað

Núpsstaður

Núpsstaður er austasti bær í Fljótshverfi, skammt vestan við Lómagnúp. Húsið er lokað almenningi.

Lesa meira

Galtastaðir fram í Hróarstungu

Á Galtastöðum fram er lítill torfbær frá 19. öld með svokallaðri fjósbaðstofu. Baðstofuloftið var þá yfir fjósinu og ylurinn af kúnum nýttist til húshitunar.  

Bærinn er lokaður fyrir almenning.

Lesa meira

Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær í Skagafirði

Prestar hafa setið í Glaumbæ frá árinu 1550. Þar er stór torfbær af norðlenskri gerð. Alls eru húsin 14 að tölu og þar af 6 í framhúsaröð. Engin útihús hafa varðveist. Byggðasafn Skagfirðinga er með starfsemi í húsinu. 

Sýningar í Glaumbæ eru opnar alla virka daga 10 til 16, frá 1. apríl til 19. maí. Frá 20. maí til 20. september er opið alla daga á milli 9 og 18. Frá 21. september til 30. október er opið alla virka daga milli 10 og 16. Utan þessa tíma er opið eftir samkomulagi.

Lesa meira

Grafarkirkja á Höfðaströnd

Grafarkirkja

 Gísli Þorláksson Hólabiskup (1657-1684) mun hafa látið reisa Grafarkirkju eða a.m.k. gera á henni endurbætur á síðasta fjórðungi 17. aldar en jörðin var þá í hans eigu. Ekkja hans, Ragnheiður Jónsdóttir (d. 1715) gerði staðinn að miklu miklu menningarsetri í sinni tíð. Grafarkirkju má telja til elstu húsa sem enn standa á Íslandi.

Húsið er lokað almenningi. 

Lesa meira

Grenjaðarstaður í Aðaldal

Grenjaðarstaður

Í hópi hinna stóru norðlensku torfbæja er gamla prestssetrið á Grenjaðarstað. Staðurinn var meðal tekjuhæstu kirkjustaða landsins. Í núverandi mynd sinni var bærinn að mestu reistur á síðari hluta 19. aldar og í veggjum hans er aðallega hraungrýti úr nágrenninu. 

Lesa meira
Síða 1 af 5