Listi yfir hús í safninu

Fyrirsagnalisti

Hjallur í Vatnsfirði

Hjallur í Vatnsfirði

 Á Vestfjörðum er á stórum svæðum mikið af prýðilegu hleðslugrjóti og var þar víða eingöngu notað grjót í veggi torfhúsa. Hjallurinn er gott dæmi um þetta. Hann er með stærstu og veglegustu húsum sinnar tegundar á landinu en hann er talinn reistur um 1880.  

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Hofskirkja í Öræfum

Hof

 Elsta heimild um kirkju í Hofi er í máldaga frá 1343 og var hún þá bændakirkja, helguð heilögum Klemens. Síðar varð kirkjan útkirkja frá Sandfelli. Kirkjan sem nú stendur var reist á árunum 1883-85 af Páli Pálssyni forsmið og snikkara frá Hörgsdal. Hún er með timburgrind úr bindingsverki, en steinhlöðnum langveggjum og helluþaki, þöktu torfi. Kirkjan er lokuð almenningi.

Lesa meira

Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka

Húsið á Eyrabakka

 Eyrarbakki varð ein af höfnum einokunarverslunarinnar árið 1602 og varð verslunin þar mjög umsvifamikil á síðari hluta 19. aldar og fram á þá tuttugustu. Húsið var reist árið 1765 og var upphaflega heimili verslunarstjóra og annars starfsfólks Eyrarbakkaverslunarinnar. Assistentahúsið var byggt við Húsið árið 1881 en þar var aðsetur verslunarþjóna Lefolii-verslunarinnar. Byggðasafn Árnesinga hefur verið í húsunum frá 1995.

Opið alla daga frá 1. maí til 30. sept. 11 – 18.

Lesa meira

Hraunskirkja í Keldudal

Keldudalur gengur inn af Dýrafirði, og er Hraun um 10 km í loftlínu vestur frá Þingeyri, en komst þó seint í vegasamband heldur var aðgengi einkum frá sjó.Hraunskirkja var reist árið 1885. Aðalsteinn Pálsson bóndi í Hrauni sá um smíðina og gaf söfnuðinum húsið. Kirkjan stendur rétt utan við gamla kirkjugarðinn en innan hans hafa eldri kirkjur í Hrauni staðið. Kirkjan er lokuð almenningi.

Lesa meira

Keldur á Rangárvöllum

Keldur

 Á Keldum er torfbær af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi. Timburgrind skálans er með stafverki, prýdd strikum af rómanskri gerð. Úr skálanum liggja jarðgöng, sem talin eru frá 12. eða 13. öld og eru líklega undankomuleið á ófriðartímum. Auk þess hefur fjöldi útihúsa varðveist. Opið  1. júní - 31. ágúst alla daga 10 -18. Verð: 1200 kr á mann. 900 kr fyrir hópa (10+).

Lesa meira

Kirkjuhvammskirkja

Kirkjuhvammskirkja

Skammt upp af Hvammstanga er Kirkjuhvammskirkja. Jörðin Kirkjuhvammur á Vatnsnesi, sem í fornum skjölum er nefnd Hvammur í Miðfirði, var talin góð jörð en þó ekki , stórbýli. Kirkjuhvammur var talinn þingstaður árið 1406. Búskap var hætt í Kirkjuhvammi árið 1947 og húsin jöfnuð við jörðu um 1960. Kirkjan er eina húsið frá fyrri tíð sem nú er á jörðinni.

Kirkjan er lokuð almenningi.

Lesa meira

Klukknaportið á Möðruvöllum í Eyjafirði

Klukknaport

 Klukknaportið á Möðruvöllum er talið reist um 1780. Það er hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur frá svo gamalli tíð en slík port voru algeng við kirkjur fyrr á öldum. Í portinu hanga þrjár klukkur og er sú elsta frá árinu 1769, sú næsta frá 1799 og sú yngsta er frá árinu 1867.

Lesa meira

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja

Gamla kirkjan í Krýsuvík varð eldi bráð aðfaranótt 2. janúar 2010.

Unnið er að endursmíði kirkjunnar í samstarfi við Iðnskólann í Hafnarfirði. Endursmíðin er nýtt til að kenna gömul vinnubrögð við timbursmíði.

Lesa meira
Síða 2 af 5