Listi yfir hús í safninu

Fyrirsagnalisti

Laufás í Eyjafirði

Laufás

 Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar, en  hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágrannabæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minjasafnið á Akureyri sér um starfsemina í bænum. 

Opið  1. júní - 1. otóber alla daga frá 9 -17.  Aðgangseyrir kr. 1400. Kr. 700 fyrir eldri borgara og öryrkja. Frítt fyrir börn 17 ára og yngri. 20% afsláttur fyrir hópa 10 eða fleiri.

Lesa meira

Litlibær í Skötufirði

Litlibær

Skötufjörður gengur suður úr miðju Ísafjarðardjúpi, og er eyjan Vigur úti fyrir fjarðarminninu. Litlibær var reistur árið 1895 af tveimur vinafjölskyldum, sem bjuggu upphaflega sín í hvorum hluta hússinsog var því þá skipt í miðju með þvervegg. Húsið er úr timbri með steinhlöðnum veggjum upp að langhliðum og grasi á þökum. 

Opið er alla daga frá 10-17 yfir sumartímann og kaffi og meðlæti til sölu.

Lesa meira

Nesstofa við Seltjörn

Nesstofa

Nesstofa er fyrsti íslenski landlæknisbústaðurinn, hlaðin úr tilhöggnu grjóti á árunum 1761-1767. Í Nesstofu hófst opinber lyfsala árið 1772 og þar starfaði einnig ljósmóðir. Húsið komst í einkaeign þegar embættin tvö voru flutt til Reykjavíkur upp úr 1830. Í Nesstofu er starfsemi á vegum Lækningaminjasafns Íslands. 

Nesstofa við Seltjörn er opin á sumrin alla daga nema mánudaga frá 13-17 frá 7. júní til 31. ágúst.

 

Lesa meira

Nýibær á Hólum í Hjaltadal

Nýibær er dæmi um miðlungsstóran torfbæ af norðlenskri gerð. Sú gerð torfbæja kom fram á 19. öld og einkennist af því að burstir snúa fram á hlað en bakhús liggja hornrétt á bæjargöng. Nýibær var reistur árið 1860. 

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Pakkhús á Hofsósi

 Pakkhúsið á Hofsósi er meðal elstu húsa sinnar tegundar á landinu. Það er stokkbyggt bjálkahús með háu skarsúðarþaki. Húsið er talið reist 1777. Geymsluloft er í húsinu og op á efri hæð með hlerum, þar sem vörur voru fluttar um. 

Lokað almenningi.

Lesa meira

Reykholtskirkja í Borgarfirði

 Reykholtskirkja var reist á árunum 1886-1887 af Ingólfi Guðmundssyni. Í formum kirkjunnar gætir sterkra áhrifa frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 

Lesa meira

Sauðahús í Álftaveri

Á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri var munkaklaustur í kaþólskum sið, stofnað 1168. Þar er nú bær og kirkjustaður. Nokkru sunnan við bæjarhúsin eru tvö sambyggð sauðahús, sem ekki er auðvelt að komast að. Við enda þeirra var áður hlaða og opið úr henni inn í bæði sauðahúsin. Vestara húsið var byggt skömmu fyrir aldamótin 1900 en það eystra nokkru síðar.

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Sauðanes á Langanesi

Sauðanes

Talið er að kirkja hafi staðið á Sauðanesi allt frá 12.öld. Prestsbústaðurinn að Sauðanesi (Sauðaneshús) var byggður 1879 og Sauðaneskirkja 1889. Gamla prestshúsið er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini er fluttur var langt að og tilhöggvinn á staðnum. 

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 11 - 17 frá júní - ágúst. 
Aðganseyrir er 500 kr., frítt fyrir börn á grunnskólaaldri.

Lesa meira
Síða 3 af 5