Listi yfir hús í safninu

Fyrirsagnalisti

Saurbæjarkirkja í Eyjafirði

Saurbæjarkirkja er stærst þeirra fáu torfkirkna sem varðveist hafa á landinu. Hún var reist árið 1858 af timburmeistaranum Ólafi Briem (1808-59), sem lærði trésmíði í Kaupmannahöfn á árunum 1825-1831. Ólafur var mikilvirkur forsmiður í Eyjafirði um sína daga og er hann einnig höfundur Hólakirkju í Eyjafirði og Gilsstofu sem nú stendur við Glaumbæ í Skagafirði.

Lesa meira

Selið í Skaftafelli

 Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er vestast í Öræfasveit. Talið er að einbýli hafi verið í Skaftafelli fram á öndverða nítjándu öld. Byggð var í Seli árið 1832 en öll byggð fluttist skömmu síðar upp í hæðina vegna ágangs Skeiðarár. Langt fram á síðustu öld var Öræfasveit einhver einangraðasta byggð landsins. 

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Sómastaðir við Reyðarfjörð

Sómastaðir

Á Sómastöðum er nú gamalt steinhús sem Hans Jakob Beck útvegsbóndi byggði við torfbæinn þar árið 1875.

Húsið er lokað almenningi 2017 vegna framkvæmda.

Lesa meira

Sjávarborgarkirkja í Skagafirði

Sjávarborgarkirkja

Sjávarborgarkirkja stendur á Borg, klettahöfða skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þarna var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld. Kirkjan er úr timbri, byggð af Ólafi Guðmundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. 

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Skipalón

Skipalón

Á Skipalóni eru tvö hús í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Þar bjó Þorsteinn Daníelsson (1796-1882) smiður og mikill athafnamaður. Hann var brautryðjandi á sviði jarðræktar í Eyjafirði og upphafsmaður að þilskipaútgerð við Eyjafjörð. Smíðaði Þorsteinn bæði húsin á Skipalóni og ýmis önnur merk hús fyrir norðan, auk báta og ýmsa gripi úr tré og járni. Íbúðarhúsið, sem gengur undir nafninu Lónsstofa, reisti hann árið 1824 og nítján árum síðar smíðahúsið. Eins og nafnið bendir til hafði Þorsteinn þar verkstæði sitt.

Lokað almenningi.

Lesa meira

Staðarkirkja á Reykjanesi

Staðarkirkja

Um 8 km vestur frá Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu er kirkjustaðurinn Staður. Þar var á árum áður stórbýli og Ólafskirkja í kaþólskum sið. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað.  Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda.

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Stóru-Akrar í Skagafirði

Stóru-Akrar

Í Blönduhlíð eru fjórir bæir, er ganga undir nafninu Akratorfa. Einn þeirra eru Stóru-Akrar, þar sem bjó Skúli Magnússon, síðar landsfógeti, mestan hluta sýslumannstíðar sinnar í Skagafirði og standa enn leifar af bæ sem hann lét byggja á árunum 1743-45.

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira

Sæluhús við Jökulsá á Fjöllum

Sæluhúsið

Jökulsá á Fjöllum var mikill farartálmi fyrr á öldum. Áin var hvergi talin reið, en áður voru lögferjur á stöðum þar sem umferð var mest. Ráðist var í að reisa sæluhúsið um 1880, úr steini. Talað var um að reimt væri í húsinu og að þar væri um að ræða dýr á stærð við vetrungskálf, kafloðið og ægilegt. 

Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.

Lesa meira
Síða 4 af 5