Forsíðugreinar

Má bjóða þér til Stofu?

18.6.2019

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

 Leggir og kjálkar, bóndabær með búpeningi og búaliði, myndir til að lita og útskurðarletur til að herma eftir er til taks í fjölskyldurýminu Stofu þar sem einnig eru búningar til að máta og fleira áhugavert til að spjalla um eða leika sér með. 

Í safninu eru nú til sýnis íslenskar umbúðir, sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60.

Í skápum og skúffum Stofunnar eru gripa-heildir úr geymslum safnsins. Til hvers voru gripirnir notaðir? Hvað tengir þá eða aðgreinir? Er vitað hver átti þá? Upplýsingar um gripina er að finna á hér á vef safnsins.