Aðrir hópar

Aðrir hópar

Tekið er vel á móti ýmsum hópum í safninu sem ekki falla undir hefðbundna skóla- eða ferðamannahópa. 

Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti öllum hópum sem vilja heimsækja safnið með aðgengi fyrir alla að leiðarljósi. Snertisafn sem sérstaklega er ætlað blindum og táknmálsleiðsögn má bóka hjá safnfræðslu. Hópar frá dagdeildum fyrir eldri borgara eru velkomnir og greiða ekki fyrir leiðsögn um sýningar.

Hafðu samband við safnkennara með upplýsingar um hópinn, fjölda, ósk um tímasetningu heimsóknar, sérþarfir hópsins og annað sem getur komið sér vel fyrir safnkennara að vita þegar óskað er eftir leiðsögn fyrir þinn hóp á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is.