Þjóðsögur og kynjaskepnur
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Nemendum á yngsta stigi er boðið í heimsókn í Safnahúsið á Hverfisgötu á sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Þessi heimsókn er með leiðsögn safnkennara.

Lesa meira

Teiknað fyrir þjóðina. Myndheimur Halldórs Péturssonar

Þjóðminjasafn Íslands býður nemendum í grunnskóla að heimsækja sýningarnar Teiknað fyrir þjóðina, myndheimur Halldórs Péturssonar í Myndasal og Tónlist, dans og tíska á Vegg sem er sýning á sérvöldum ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá menningarlífi í Reykjavík á stríðsárunum. Hér að neðan má sjá útfærslur á heimsókn fyrir nemendur í grunnskóla.

Lesa meira

Baðstofulíf
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Heimsóknin hentar vel nemendum á yngsta stigi. Lögð er sérstök áhersla á daglegt líf á sveitaheimilum á Íslandi fram á 20. öld, svo sem matseld, tóvinnu og leik. Nemendur fá að handfjatla eftirgerðir gripa til að setja sig í spor heimilisfólks torfbæja við leik og störf. Baðstofa er skoðuð og vöngum velt yfir því hvernig lífið hafi verið áður fyrr.

Lesa meira

Safngripir í aldanna rás
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þessi heimsókn hentar einkum nemendum á yngsta stigi. Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, er sagan sögð í tímaröð og gegnir tíminn miklu hlutverki í heimsókninni. Grunnsýning safnsins spannar 1200 ár, frá landnámi til síðustu aldamóta, og kynnast nemendur sýningunni enda á milli.

Lesa meira

Valdatákn í myndlist
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þessi heimsókn hentar vel nemendum á miðstigi. Á 1. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem kallast Upp og fjallar um það sem við horfum upp til, eins og til dæmis valdhafa, þau sem ráða, leiðtoga, kóngafólk, trúarleiðtoga og táknmyndir trúarinnar.

Lesa meira

Í spor landnámsfólksins, Saga úr jörðu
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þessi heimsókn hentar einkum miðstigi en hægt er að aðlaga hana öllum aldurshópum. Í heimsókninni er fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Yfirstandandi sýning í Bogasal, Saga úr jörðu , fjallar um fornleifarannsóknir á Hofstöðum í Mývatnssveit og skiptist tíminn á milli grunnsýningar safnsins og sýningarinnar í Bogasal. Heimsóknin samanstendur af spjalli og fróðleik, skoðun gripa í sýningarskápum auk snertigripa sem má handleika og tækifæri til að kynnast tækjum og aðferðum fornleifafræðinnar. 

Lesa meira

Trúarbrögð og siðaskipti
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þessi heimsókn hentar vel nemendum á miðstigi og unglingastigi. Þjóðminjasafnið varðveitir marga gripi sem tengjast trúarlífi Íslendinga fyrr á öldum. Í heimsókninni er farið yfir trúarsiði Íslendinga frá landnámi og fram yfir siðaskipti.

Lesa meira

Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til

Almenn leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, er ávallt í boði fyrir alla aldurshópa. 

Lesa meira

Regnbogaþráðurinn, hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins
  • Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þessi heimsókn hentar einkum nemendum í 10. bekk. Regnbogaþráðurinn er hinsegin vegvísir í gegnum sýninguna Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár. Í honum er fjallað um hinsegin sögu á Íslandi. Með hugtakinu hinsegin er átt við kyn og kynverund sem samræmist ekki hefðum og venjum hvers tíma, þar á meðal fólk sem í dag væri kallað trans, intersex, kynsegin, samkynhneigt, tví-, pan- eða eikynhneigt.

Lesa meira

Semjum ævisögu!
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þessi heimsókn hentar einkum nemendum í unglingadeild. Á 3. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem fjallar um mannsævina og kallast "Frá vöggu til grafar". Í heimsókninni skoðar hópurinn þennan sýningarhluta sérstaklega og rýnir í listaverk á skapandi og túlkandi hátt.

Lesa meira
Meira vinnur vit en strit

Tæknibreytingar á 20. öld, lífsstíll og stríðsár
  • 23.08.2019 - 15.06.2020 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þessi heimsókn hentar vel fyrir nemendur í unglingadeild. Í heimsókninni er fjallað um tæknibreytingar í aldanna rás, með áherslu á þær miklu breytingar sem urðu á 20. öld. Fjallað er um tæknibreytingar út frá sýningargripum sem gefa innsýn í hvernig verkin voru unnin áður fyrr. Aðferðin er borin saman við það hvernig verkið er leyst af hendi í dag. Ljósmyndir frá 20. öld eru sýndar nemendunum á skjá í fyrirlestrasal. Þróun í samgöngum, fjarskiptum og húsagerð er til umfjöllunar ásamt aukinni sérhæfingu starfa og þróun verslunar og neyslumenningar. Áhrif þróunarinnar á lífsstíl og dægurmenningu eru rædd og það hvernig samspil margra þátta, þ. m. t. hersetunnar, gerir öldina ólíka fyrri öldum.

Lesa meira