Grunnskólar

1.-3. bekkur - Þjóðsögur og kynjaskepnur

Nemendum í 1. til 3. bekk er boðið í heimsókn í Safnahúsið á Hverfisgötu á sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Þessi heimsókn er með leiðsögn safnkennara.

Markmið heimsóknar:

  • Að börnin kynnist hugtökunum safn og sýning
  • Að börnin upplifi Safnahúsið sem áhugaverðan stað til að heimsækja
  • Að börnin fái innsýn í þjóðsögur og ævintýri
  • Að börnin sjái margvíslega sjónræna framsetningu á þjóðsagnaminnum

Fyrirkomulag heimsóknar:

Safnkennari tekur á móti hópnum í fræðslurými í kjallara. Þar eru snagar fyrir útiföt. Þegar hópurinn er tilbúinn kynnir safnkennari húsið og sýninguna fyrir börnunum. Í fræðslurýminu eru ýmsir munir sem má þreifa á og velta fyrir sér. Að kynningu lokinni heldur hópurinn upp á 2. hæð í sýningarhluta sem kallast Inn. Þar leiðir safnkennari skoðun á verkum og segir börnunum nokkrar þjóðsögur sem tengjast því sem fyrir augu ber. Að því búnu leggur safnkennari nokkrar léttar þrautir fyrir börnin þar sem reynir á athyglisgáfu þeirra og samhæfingu.

Heimsóknin tekur um 45 mínútur. Dagskráin er ætluð 6 - 8 ára börnum. Aðeins er unnt að taka á móti einum bekk í einu.

Bókun skólahópa í leiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu fer fram í gegnum bókunarsíðu safnsins.