Grunnskólar

4.-7. bekkur - Valdatákn í myndlist

Á 1. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem kallast Upp og fjallar um það sem við horfum upp til, eins og til dæmis valdhafa, þá sem ráða, leiðtoga, kóngafólk og trúarleiðtoga. 

Nemendur vinna verkefni (verkefni um Völd og valdatákn.pdf) sem felst í því að rýna í valdatákn í myndlist. Innst í sýningarsalnum Upp á 1. hæð Safnahússins, eru myndir af nokkrum persónum úr verkum sýningarinnar. Í verkefninu eru nemendur leiddir í gegnum lestur á myndrænum valdatáknum. Verkefnið gefur þeim tækifæri til að ræða og velta fyrir sér valdahlutföllum safmélagsins og í þeirra nánasta umhverfi. Hægt er að nýta verkefnið sem hluta af umræðu um stjórnsýslu og völd í íslensku samfélagi. 

 

Upplýsingar fyrir kennara - Valdatákn í myndlist

Verkefni - Völd og valdatákn

Bóka þarf heimsókn skólahópa með góðum fyrirvara hjá kennsla@thjodminjasafn.is eða í síma 530 2255 eða 530 2254.