Grunnskólar

8.-10. bekkur - Semjum ævisögu!

Á 3. hæð Safnahússins er sýningarhluti sem fjallar um mannsævina og kallast "Frá vöggu til grafar". Í heimsókninni skoðar hópurinn þennan sýningarhluta sérstaklega og rýnir í listaverk á skapandi og túlkandi hátt.

Sýningarhlutinn skiptist í þrjú rými:

  1. Æska.
  2. Starfsævi.
  3. Elli.
Nemendur æfa sig í að lesa í persónur sem birtast á listaverkum, líðan þeirra og líf. Verkefnið felst í leik með listaverk sem leiðir nemendur áfram í túlkun sinni og lestri á listaverkunum. 

Upplýsingar fyrir kennara - Semjum ævisögu!

Verkefni - Semjum ævisögu!


Bóka þarf heimsókn skólahópa með góðum fyrirvara hjá bokun.safnahusid@thjodminjasafn.is eða í síma 530 2210.