Safnkassar fyrir skóla
  • Matur-og-matarhefd-allt

Safnkassar

18.7.2016

Þjóðminjasafnið lánar safnkassa til fræðslu og til notkunar í skólastarfi. Kassarnir innihalda eftirgerðir gamalla gripa og möppur með fræðsluefni og kennsluleiðbeiningum.

 Sex kassar eru í boði: 

  1. Baðstofukassi
  2. Tóvinnukassi
  3. Matarkassi
  4. Leikjakassi
  5. Landnámskassi
  6. Ljósmyndakassi

Safnkassarnir eru til nota í grunnskólum og leikskólum en eins er hægt að nota þá á dvalarheimilum og víðar.  Aðeins er hægt að fá einn kassa lánaðan í einu. Safnkassarnir eru lánaðir viðtakendum að kostnaðarlausu. Viðtakendur sækja kassa á mánudegi og skila á föstudegi í Þjóðminjasafnið, Suðurgötu 41. Kassarnir eru líka sendir út um allt land á kostnað viðtakanda. Viðtakendur utan höfuðborgarsvæðisins geta haft kassana að láni í tvær vikur í stað einnar, að meðtöldum sendingartíma.

Vinsamlegast sendið beiðni um bókun á netfangið kennsla@thjodminjasafn.is eða hafið samband í síma 5302255 eða 5302254.

Baðstofukassi

Baðstofukassann má nýta til að fræðast um lífið í sveitum um aldamótin 1900.

Bathstofulif-alltÍ kassanum er safn gripa sem gefa innsýn í daglegt líf í gamla bændasamfélaginu. Í honum eru kambar, halasnældur, ull, tvíþumla ullarvettlingar, lopasokkar, askur og barnagull. Kassinn inniheldur upplýsingar um heimilislíf í baðstofu og leiki barna upp úr aldamótum 1900. Kassinn nýtist einkum við kennslu samfélagsgreina og í textílmennt, smíði og hönnun. Tilvalið er að hvetja nemendur til að setja saman sína eigin kvöldvöku, með handavinnu og upplestri. 

Tóvinnukassi

Tovinnu-allt2_minniÍ tóvinnukassanum eru alls kyns áhöld sem tengjast ullarvinnu áður fyrr. Nemendur kynnast úrvinnslu ullarinnar og notkun. Þeir fá tækifæri til að prófa að kemba ullina, kynnast notkun halasnældu og greina ull í tog annars vegar og þel hins vegar. Kassanum fylgir ítarleg upplýsingamappa um íslensku ullina, notkun og vinnsluaðferðir.

 

Matarkassi

Matur-og-matarhefd-allt_1578928446783

 Matarkassinn inniheldur matarílát og mataráhöld eins og aska, spæni, sleifar og trog. Kassanum fylgja heimildir um matargerð fyrri tíma á Íslandi. Kassinn nýtist einkum við kennslu samfélagsgreina, heimilisfræði og smíði og hönnunar.

  

Leikjakassi

Leikfannakassa-all

 Leikjakassinn hentar vel yngstu bekkjum grunnskóla og leikskólum Börnin kynnast leikföngum og leikjum fyrri tíma.. Í leikfangakassanum er að finna leggi, kjúkur, kjálka, völur og horn fyrir búleik. Í honum eru einnig útskorin tréleikföng, borðspil og púsluspil, svo nokkuð sé nefnt. Bækur og möppur um gömlum leikina fylgja með kassanum svo börnin geti lært þá og prófað.

 

LandnámskassiLandnamskassa-clothing

 Landnámskassinn kemur sér vel við kennslu um efnið á miðstigi grunnskóla. Hann inniheldur búninga tímabilsins; kvenbúning og karlmannsbúning ásamt fylgihlutum. Í honum eru eftirgerðir muna sem fundist hafa í fornleifauppgröftum, til dæmis lykill, skæri og kola. Fræðsluefni um þjóðveldisöld fylgir og landakort sem skýra helstu siglingaleiðir og landnámið. Í kassanum er líka hnefatafl og rúnasteinar sem hægt er að leika með. 

 

Ljósmyndakassi

 Ljósmyndakassinn nýtist vel við kennslu list- og verkgreina á miðstigi og unglingastigi grunnskóla. Í kassanum er stafræn myndavél og hugmyndir að verkefnum fyrir nemendur um ljósmyndun. Í  honum eru einnig ljósmyndir, póstkort og mannamyndir frá ýmsum tímabilum úr sögu ljósmyndunar. Glerplötur, filmur og samstæðar filmur og ljósmyndir veita nemendum innsýn í þróun ljósmyndatækninnar. Í  kassanum eru þrívíddargleraugu og þrívíddarmyndir sem vitna um fjölbreytni ljósmyndatækninnar.