Dagskrá

Gáttaþefur og Flotsokka, sunnudaginn 22. desember

  • 22.12.2024, 11:00 - 12:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 22. des kemur Gáttaþefur með sitt heljarstóra nef stundvíslega klukkan 11 og Flotsokka systir hans með fulla sokka af floti og fjöri.

Jólasveinaheimsóknir eru fastur liður í jólaundirbúningi á aðventunni. Söngur, fjör og fullt hús af glöðum gestum.

Flotsokka ólst upp í Grýluhelli. Hún hefur sínar kenjar eins og bræður sínir og systur. Í vísunum um jólaskellurnar segir um Flotsokku:

Flotsokka er fundvís
á feitmeti um allt
og fyllir sokka af floti
– á fótum er aldrei kalt.

Þá gengið er til náða
hún nartar í mörinn hljóð
og kleinufeiti er uppáhald,
svo ofboðslega góð.

Gáttaþefur hefur líka sínar kenjar eins og allir þekkja:

Ellefti var Gáttaþefur,
- aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

Frítt fyrir börn. Miði í safnið fyrir fullorðna kostar 2.500 kr. og gildir á allaviðburði og sýningar í ár frá kaupum.

Við hlökkum til að sjá ykkur. 

Senda grein