Dagskrá
Giljagaur
13. desember kl.11
13. desember kemur Giljagaur. Áður en mjaltavélar komu til sögu var hann vanur að laumast inn í fjós og stela froðu ofan af mjólkurfötum. Athugið að fullbókað er á Giljagaur vegna skólaheimsóknar. Viðburðinum verður streymt á YouTube rás safnsins.
Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- Hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.