Gluggagægir og Taska, laugardaginn 21. desember
Laugardaginn 21. des kemur gægist Gluggagægir inn stundvíslega klukkan 11 og Taska systir hans með pokaskjatta og skjóðu!
Jólasveinaheimsóknir eru fastur liður í jólaundirbúningi á höfuðborgarsvæðinu. Söngur, fjör og fullt hús af glöðum gestum.
Taska ólst upp í Grýluhelli. Hún er glysgjörn og skreytin og gestir ættu að passa hlutina sína svo hún laumi þeim ekki í tösku sína. Í vísunum um jólaskellurnar segir um Tösku:
Taska hrífst af tildri
og tekur hvað hún sér.
Hún faldi fyrst í helli
en fullur nú hann er.
Með pokaskjatta og skjóðu
hún skreytir sína hlið
og finnst allt ósköp fallegt
sem fúlsa aðrir við.
Vísuna um Gluggagægi þekkja allir:
Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.
Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
Frítt fyrir börn. Miði í safnið fyrir fullorðna kostar 2.500 kr. og gildir á allaviðburði og sýningar í ár frá kaupum.
Við hlökkum til að sjá ykkur.