Dagskrá

Grýla, Leppalúði og Svavar Knútur

  • 4.12.2022, 14:00 - 14:45, Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Grýla og Leppalúði eru vön að koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við í safninu að hitta börn.

Tröllahjónin ætla að láta sjá sig sunnudaginn 4. desember kl. 14. Söngvaskáldið Svavar Knútur flytur nokkur lög á meðan beðið er eftir þeim.

Aðgöngumiði í Þjóðminjasafnið kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna og gildir í eitt ár en frítt er fyrir börn yngri en 18 ára. Það er því nægur tími fyrir alla til að njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða. Verið velkomin eins oft og þið viljið. Aðgöngumiðinn gildir að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins.

Viðburðinum verður einnig streymt á YouTube rás safnsins.

Senda grein