Dagskrá

Jólakattaratleikur; hvar er jólakötturinn?

  • 27.11.2022 - 6.1.2023, 10:00 - 17:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur sloppið inn á Þjóðminjasafnið og falið sig á tíu stöðum innan um muni sýningarinnar.

Ratleikinn má nálgast í móttöku safnsins. Hann liggur frammi til 6. janúar og er skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur og hópa.

Ratleikurinn er bæði til á íslensku og ensku.

Senda grein