Jólasiðir

Aðventukrans

Aðventuljós og kransar

Miðað við útbreiðslu aðventuljósa hér á landi mætti ætla að hér sé það aldagamall siður að setja sjö ljósa píramíta út í glugga á aðventunni. Þegar líða fer að jólum má sjá þessi aðventuljós í gluggum nánast hvers einasta húss í landinu og virðast þau vera með vinsælasta jólaskrauti sem hægt er að fá.

Lesa meira

Jól á Íslandi

Á Íslandi hefjast jólin kl. 18.00 á aðfangadag, þann 24. desember og stendur hátíðin fram að þrettánda, þann 6. janúar. Á norðurslóð eiga þau sér ævaforna sögu tengda vetrarsólhvörfum en ekki er vitað nákvæmlega hvenær jól voru haldin í heiðnum sið en sennilegt þykir að það hafi verið gert með fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig heiðin jól voru haldin, nema að þau voru „drukkin“ með matar- og ölveislum og buðu íslenskir höfðingjar oft fjölmenni til jóladrykkju.

Lesa meira

Jólabakstur

Á fyrri hluta 20. aldar fór að bera á því að húsmæður bökuðu smákökur og tertur í stórum stíl fyrir jólin. Líkleg ástæða þess að jólabakstur varð svona vinsæll á þessum tíma er sjálfsagt sú að þá fyrst var hægt að nálgast ýmiss konar hráefni sem í baksturinn þurfti og bakarofnar voru orðnir almenn eign á heimilum. Allur bakstur varð þar með auðveldari og því tilvalið að baka alls kyns kökur og sætindi til að narta í um jólin.

Lesa meira

Jólaboð og jólaskemmtanir

Á Íslandi hefjast jólin klukkan 18.00 á aðfangadagskvöld og þá þarf öllum undirbúningi að vera lokið. Margir byrja jólahátíðina á því að fara í messu en aðrir láta sér nægja að hefja jólaborðhaldið þegar kirkjuklukkurnar hafa hringt inn jólin.

Lesa meira
Family

Jólaföt

Eins og minnst var á í köflunum um jólaköttinn og um jólagjafir var það viðtekin venja í gamla sveitasamfélaginu að húsbændur gæfu heimilsfólki sínu nýja flík og nýja sauðskinnsskó fyrir jólin. Var þetta gert til þess að verðlauna heimilisfólkið fyrir dugnað en verkin sem vinna þurfti fyrir jólin voru mörg og einkenndust vikurnar fyrir jól oft af mikilli vinnuhörku. 

Lesa meira
Christmas presents

Jólagjafir

Í dag eru jólin og jólagjafirnar tengd nánast órjúfanlegum böndum og í hugum margra eru jólagjafirnar með því mikilvægasta sem jólahátíðin hefur upp á að bjóða. 

Lesa meira

Jólahreingerning

Í dag gera flestir allsherjar jólahreingerningu fyrir jólin, þó það sé að sjálfsögðu misjafnt hversu rækileg mönnum þykir hún þurfa að vera. Sumir hreinsa alla skápa á heimilinu, þurrka af, þrífa húsgögn, þvo gardínur og dúka á meðan aðrir láta sér nægja að skipta á rúmum og hreinsa gólfin. Hvað svo sem mönnum finnst passlegt í þessum efnum vilja þó flestir að það sé hreint og fínt heima hjá þeim um jólin. Þegar heimilið hefur verið hreinsað hátt og lágt er síðan nauðsynlegt að fara í jólabaðið svo maður verði sjálfur hreinn og fínn áður en hægt er að skella sér í hreinu og fínu jólafötin. 

Lesa meira

Jólakort

Mörgum þykir það ómissandi liður í jólaundirbúningnum að senda vinum og vandamönnum sínum nær og fær jólakveður. Algengt er að send séu jólakort en þó hefur það færst í aukana með nútímatækni að sendar séu rafrænar jólakveðjur, tölvupóstar og smáskilaboð sérstaklega í tilefni jólanna.

Lesa meira

Jólaljós

Jólaljós voru lengi vel eina skreytingin sem fólk gat leyft sér um jólin. Þá var notast við lifandi kertaljós en fólk gat ekki leyft sér að kveikja á kertum nema til hátíðabrigða og gerði það þess vegna um jólin. Enn í dag er það ljósadýrðin sem er mest áberandi þegar líða fer að jólum en nú eru það ekki aðeins kertaljós sem gefa okkur aukna birtu í skammdeginu heldur einnig ýmis konar rafmagnsljós af öllum stærðum og gerðum. 

Lesa meira
Christmas food

Jólamatur

Jólahátíðin hefur löngum verið mikil matarhátíð þar sem menn belgja sig út af góðum mat og hefur kjötneysla verið sérstaklega áberandi hér á landi á þessum árstíma. Í seinni tíð hefur það reyndar þróast svo að það er ekki aðeins um hátíðina sjálfa sem mikið er borðað heldur byrjar átið jafnvel strax á aðventunni. Þá fer fólk að leggja leið sína á jólahlaðborð þar sem hægt er að borða nægju sína af alls kyns dýrindis krásum.

Lesa meira

Jólaskraut

Þegar jólahátíðin nálgast má sjá alls kyns jólaskraut og jólaljós hvert sem litið er. Fólk skreytir heimahús sín og setur marglitar ljósaseríur í glugga. Búðagluggar fyllast af jólavarningi og ríkulegum skreytingum og mikil ljósadýrð prýðir bæi og borg. Mest fer auðvitað fyrir jólaljósunum enda eru jólin haldin hátíðleg í svartasta skammdeginu hér á landi og getur það verið mikill léttir fyrir sálartetur landsmanna að fá aukaljós í lífið.

Lesa meira

Jólatré

Í jólahaldi nútímans gegna jólatrén mikilvægu hlutverki og skipa gjarnan veigamikinn hátíðarsess í stofum landsmanna en stór hluti jólahaldsins fer einmitt fram við jólatréð. Undir jólatrénu eru gjafirnar yfirleitt geymdar og safnast því fjölskyldur þar saman á aðfangadagskvöld til þess að taka þær upp. Á jólaböllum er það jólatréð sem er í miðju salarins og í kringum það er dansað. Þegar aðventan gengur í garð fer fyrst að bera á jólatrám á opinberum stöðum, búðum og vinnustöðum.

Lesa meira

Laufabrauð

Í hugum margra er laufabrauðið eitt af séreinkennum íslensks jólahalds. Elsta heimild sem til er um laufabrauð á Íslandi er frá fyrri hluta 18. aldar þar sem laufabrauðinu er lýst sem sælgæti Íslendinga. 

Lesa meira
Shoe in window

Skór úti í glugga

Aðfaranótt 12. desember er siður íslenskra barna að setja skó sinn út í glugga því þá er von á jólasveininum Stekkjarstaur til byggða. Í gluggakistunni fær skórinn að vera fram að jólum og vonast börnin eftir því að jólasveinarnir, sem koma hver á fætur öðrum til byggða síðustu næturnar fyrir jól, gefi þeim eitthvert smáræði í skóinn. 

Lesa meira

Þorláksmessuskata

Þó að kaþólskur siður hafi verið afnuminn á Íslandi árið 1550 er enn að vissu leyti haldið upp á messu íslenska dýrlingsins Þorláks helga á messudegi hans þann 23. desember ár hvert. Í dag er það þó aðallega í tengslum við undirbúning jólanna sem menn minnast á Þorláksmessu og eru margir sem leggja það í vana sinn að skreyta jólatréð á Þorláksmessu eða gera síðustu jólagjafainnkaup sín.

Lesa meira