Dagskrá

Ketkrókur

  • 23.12.2021, 11:00 - 11:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Þorláksmessu, 23. desember, kemur Ketkrókur, sem er svo sólginn í ket. Í gamla daga rak hann langan krókstaf niður um eldhússtrompinn og krækti sér í hangiketslæri sem héngu uppi í rjáfrinu eða hangiketsbita upp úr pottinum en þá var hangiketið soðið á Þorláksmessu. Viðburðurinn verður einnig streymt. Ekki þarf að sýna fram á neikvætt hraðpróf á Þorláksmessu og aðfangadag og verður hámarksfjöldi fullorðinna á viðburðinn 50 sitjandi gestir, auk að hámarki 100 barna sem fædd eru 2006 eða síðar. Ekki verður tekið á móti skráningu heldur verður einfaldlega talið inn í salinn. Grímuskylda er á safninu fyrir alla gesti sem fæddir eru 2006 og fyrr.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Ketkrókur, sá tólfti,

kunni á ýmsu lag. -
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

 

https://youtu.be/OXPHBUxFqc4