Dagskrá

Pottaskefill

Kemur í Þjóðminjasafnið 16. desember kl. 11

  • 16.12.2022, 11:00 - 11:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

16. desember má búast við Pottaskefli í heimsókn. Hann heitir líka Pottasleikir því í gamla daga sat hann um að komast í matarpotta sem ekki var búið að þvo og sleikti skófirnar innan úr þeim. Jólasveinarnir eru einnig í streymi. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Sá fimmti, Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
- Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku' upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti 'ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Senda grein