Dagskrá
Stekkjastaur
12. desember kl. 11
Jólasveinarnir þjóðlegu koma nú vel klæddir í Þjóðminjasafnið á slaginu 11 frá og með 12. desember. Í dag er það hann Stekkjastaur sem reyndi hér áður fyrr að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum. Viðburðinum er streymt hér.
Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.
Stekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
- þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
- það gekk nú ekki vel.