Gjaldskrá

Þjónusta Ljósmyndasafns Íslands

8.12.2015

Ljósmyndasafn Íslands veitir almenningi, sérfræðingum, útgefendum, kvikmyndagerðarmönnum og öðrum aðgang að myndasöfnum í sinni vörslu og selur og leigir eftirtökur eftir myndum sem varðveittar eru í safninu. Hluti myndanna er aðgengilegur almenningi til skoðunar á almennum skrifstofutíma en starfsmenn safnsins veita aðstoð við leit að öðru myndefni. Hægt er að hafa samband á netfangið: 

ljosmyndasafn@thjodminjasafn.is

Gjaldskrá Ljósmyndasafns Íslands 

 Þjónusta

 Verð með vsk

Innskönnun 750
Rafræn mynd til einkanota 2.500
Tímavinna sérfræðings 16.864






Allar myndir eru afhentar rafrænt í 300 punkta upplausn. Fyrir viðbótar myndvinnslu er greitt samkvæmt gjaldskrá.

Höfunda- og/eða birtingaréttur (m.vsk)


Höfunda- og birtingaréttur

 

Birtingaréttur

BÆKUR, SJÓNVARP OG KVIKMYNDIR *

Bækur - forsíða / innsíða 22.400 11.200
Bækur endurútgáfa - forsíða / innsíða 9.000 4.500
Sjónvarp - kvikmyndir  22.400 11.200

DAGBLÖÐ / TÍMARIT

Dagblöð / Tímarit 22.400 11.200
Dagblöð / Tímarit - Takmörkuð útbreiðsla (minni en 300 eintök) 11.200 5.600

RÁÐSTEFNUR OG  SKÝRSLUR 

Skýrslur 11.200 5.600
Fyrirlestrar 6.000 3.000
 Upplýsingaskilti 11.200 5.600 

AUGLÝSINGAR 

Auglýsing heil síða/hálf síða auglýsing í blað 38.000 19.000
Auglýsingarherferð 89.200 44.600
Auglýsingaskilti 75.000 37.500

VEFSÍÐUR

Vefsíða fyrirtækis 29.800 14.900
Vefsíða einstaklings 6.000 3.000
Vefsíða félagasamtaka 15.600 7.800

 SÝNINGAR 

Myndir á sýningar 22.400 11.200

SKREYTINGAR FYRIRTÆKJA OG STOFNANNA

Notkun fyrirtækja og stofnanna 22.400 11.200

ANNAÐ

Vörur / minjagripir14.800 7.400

AFNOT SKÓLA OG NEMENDA

Myndaafnot nemenda í ritgerðir (allt að 5 myndir) 3.500 1.750
Myndaafnot í kennslu eða fyrirlestra (allt að 5 myndir) 3.500 1.750

AFNOT TIL SAFNA

50% afsláttur af verðskrá til sýninga og útgáfu með sýningum

MAGNAFSLÁTTUR

Ef keyptar eru fleiri en 7 myndir = 30% afsláttur af verðskrá

ATH: Verð eiga við 5000 eintök eða færri, nema annað komi fram. 
Við útgáfu fleiri eintaka, vinsamlegast hafið samband við Ljósmyndasafn Íslands

Skilmálar vegna afnota á ljósmyndum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands

 Við innlögn pöntunar þessarar á afnotum ljósmyndar í vörslu Þjóðminjasafns Íslands samþykkir viðskiptamaður neðangreinda skilmála:

 1.    Viðskiptamanni er ljóst að ljósmyndin kann að vera háð höfundarétti samkvæmt 1. eða 49. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og skuldbindur sig til að öll notkun hans á ljósmyndinni samrýmist ákvæðum laganna.

2.    Þjóðminjasafn Íslands heimilar viðskiptamanni, eftir atvikum í umboði rétthafa höfundaréttar, afnot ljósmyndarinnar með þeim skilmálum er greinir í afnotaleyfi þessu. Viðskiptamanni er ljóst að enginn einkaréttur fylgir afnotaleyfinu.

3.    Heimil afnot af ljósmyndinni takmarkast við persónuleg not viðskiptamanns og/eða þau not sem tilgreind eru í pöntun. Sé um að ræða gerð eintaka (svo sem prentuð eða fjölfölduð rit, aðra prentgripi, minjagripi, o.s.frv.) takmarkast heimiluð not við þá útgáfu og eintakafjölda sem tilgreint er í pöntun. Sé um að ræða að verk er gert aðgengilegt almenningi (svo með með því að sýna það opinberlega, með notkun á neti, o.s.frv.) takmarkast heimiluð not, nema öðruvísi sé um samið, við það tilefni og tímabil sem tilgreint er í pöntun). Heimil afnot takmarkast ætíð við það tímabil sem tilgreint er í pöntun.

4.    Geta skal nafns höfundar og Þjóðminjasafns Íslands á eintökum sem gerð eru á grundvelli afnotaleyfis þessa og við birtingu, eftir því sem við á, sbr. 4. gr. laga nr. 73/1972.

5.    Óheimilt er með öllu að gera ljósmyndina aðgengilega á samfélagsmiðlum, svo sem Facebook, Instagram, Twitter, o. s. frv.

6.    Eftir að ljósmynd hefur verið nýtt ber viðskiptamanni eigi síðar en 30 dögum eftir að vinnslu lýkur að eyða eintökum sem notuð hafa verið við vinnsluna.

7.    Viðskiptamaður skuldbindur sig til að afhenda Þjóðminjasafni Íslands eitt eintak af útgáfu sem framleidd er á grundvelli afnotaleyfis þessa.

8.    Afnotaleyfi þetta einskorðast við viðskiptamann og er ekki framseljanlegt.

9.    Reynist nauðsynlegt að höfða mál vegna ágreinings um afnotaleyfi þetta skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.