Þjóðháttasafn

Þjóðháttasöfnun

Síðan um 1960 hefur Þjóðminjasafn Íslands safnað skipulega heimildum um lífshætti á Íslandi með því að semja spurningaskrár og senda út til fólks. Á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins 1963 færði svo menntamálaráðherra safninu sérstaka þjóðháttadeild í afmælisgjöf til að sinna þjóðháttasöfnun.

Í gegnum Sarp má nálgast spurningaskrár Þjóðháttasafns.GTh-360-1

Allar nánari upplýsingar veitir Ágúst Ó. Georgsson sérfræðingur  þjóðháttasafns,  agust@thjodminjasafn.is

Minningar úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá um minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu á frásögnum fyrrverandi nemenda og er því fyrst og fremst verið leita eftir minningum fólks.

Lesa meira

"Lífið á tímum kórónuveirunnar."

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.

Lesa meira