Bækur og rit

Goðsögn um konu / Myth of a woman

  • 2019 - Agnieszka Sosnowska

Í tengslum við sýningu Agnieszku Sosnowska Goðsögn um konu/Myth of a woman í Myndasal Þjóðminjasafns gefur safnið út bók með úrvali ljósmynda eftir hana. Að auki eru í bókinni greinar eftir Ingunni Snædal skáld og þýðanda og Kat Kiernan ritstjóra og framkvæmdastjóra Panoptican Gallery í Boston, Massachusetts.

Sýningin og bókin eru afrakstur af verkefni sem Agnieszka vann undir titlinum Goðsögn um konu/Myth of a woman. Verkefnið hlaut styrk úr sjóði Hjálmars R. Bárðarsonar hjá Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni fyrir tveimur árum. Bókin er 80 blaðsíður. Hönnuður bókarinnar er Nuno Moreira. Höfundur: Agnieszka Sosnowska. Textahöfundar: Ingunn Snædal og Kat Kiernan.

Bókin fæst í vef- og safnbúð Þjóðminjasafnsins.

English version:

In connection with Agnieszka Sosnowska exhibition; Goðsögn um konu/Myth of a woman, in the Photo gallery at the National Museum of Iceland, the museum publishes a book with a selection of photographs by Agnieszka. The book includes articles by Ingunn Snædal, poet and translator, and by Kat Kiernan editor and managing director of Panoptican Gallery in Boston, Massachusetts. The exhibition and catalogue are the results of a project that Agnieszka worked on under the title Goðsögn um konu / Myth of a woman. The project received fundings from the Hjálmar R. Bárðarson's fund, from the Icelandic Museum of Photography two years ago. The book is 80 pages.

The book's designer is Nuno Moreira.

Author: Agnieszka Sosnowska. Text authors: Ingunn Snædal and Kat Kiernan.