Bækur og rit

Í eina sæng

  • 2004 -

Hvað er brúðargangur? Eru steggja- og gæsapartí gamall siður? Hvað var á borðum í brúðkaupsveislum fyrri alda? Hvað er brúðhjónabolli? En vítabikar?

Í eina sæng var gefin út í tengslum við sýningu í Þjóðminjasafninu árið 2004. Í hana rita fjórir af sérfræðingum safnsins greinar sem varpa ljósi á margvíslegar hliðar íslenskra brúðkaupa. Í bókinni er að finna fróðleiksmola um gripi, brúðarhús, veitingar, veislusiði, gæsa- og steggjapartí og margt fleira í fortíð og nútíð. Hér er fólki í giftingarhugleiðingum jafnt og öðrum gert kleift að kynna sér áhugaverða þætti íslenskra brúðkaupshefða.

Bókin er fáanleg í vef- og safnbúð Þjóðminjasafns Íslands.