Bækur og rit

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

  • 2016-

Bókin vekur okkur til umhugsunar um hvernig Ísland fortíðar og samtíma er mótað af bæði hugmyndum og fólki á ferð og flugi, en líka hvernig viðhorf okkar til annarra getur mótast af rótgrónum hugmyndum. 

Á sýningunni Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi er fjallað um flutninga til og frá Íslandi og varpað upp svipmyndum af fjölbreyttum tengslum Íslands við umheiminn. Í þessu áhugaverða riti eru rannsóknirnar sem liggja að baki sýningunni kynntar nánar. Fólk úr ólíkum áttum, Danir, Þjóðverjar og Pólverjar hafa flutt hingað til lands af ýmsum ástæðum. Flóttafólk leitar hér skjóls frá átökum og hættu, en Íslendingar hafa einnig sest að í öðrum löndum eins og til dæmis Brasilíu og Noregi.

Bókin fæst í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og einnig í vefverslun safnsins:

http://netverslun.thjodminjasafn.is/is/product/island-i-heiminum-heimurinn-i-islandi