Bækur og rit
  • Kirkjur-Islands

Kirkjur Íslands

  • Bindi 1 - 31

Ritröð Þjóðminjasafns Íslands, Húsafriðunarnefndar og Biskupsstofu í samstarfi við ýmsa aðila

Þjóðminjasafnið stendur að útgáfu ritraðar um kirkjur Íslands ásamt Minjastofnun Íslands  og Biskupsstofu í samstarfi við Hið íslenska bókmenntafélag.

Samstarfsverkefnið Kirkjur Íslands hófst árið 2000. Þjóðminjavörður er fulltrúi Þjóðminjasafns Íslands í ritnefnd. Framlag Þjóðminjasafnsins er fólgið umfjöllun um kirkjustaði, kirkjur, þ.m.t. allar kirkjur í vörslu hússafns Þjóðminjasafns, kirkjugripi í öllum kirkjum og skráningu frumheimilda. Sérfræðingar safnsins eru meðal höfunda greina í ritröðinni og hafa ritað um kirkjustaði, kirkjur og kirkjugripi. Þjóðminjasafnið leggur fram myndefni í ritröðina úr fórum Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni. Ljósmyndari Þjóðminjasafns Ívar Brynjólfsson sér um nýjar myndatökur fyrir ritröðina og eru myndir Ívars grundvallarþáttur í útgáfu bókanna. 

Með útgáfu ritraðarinnar hefur fengist mikilsverð heildarmyndar af einstökum menningararfi, og hefur verkefnið leitt til ítarlegrar skráningar og umfjöllunar sem verður grundvöllur þjóðminjavörslu, notkunar og fræðilegrar umfjöllunar. Lokabindi ritraðarinnar kemur út árið 2018 og verður af því tilefni efnt til hátíðarsýninga í Þjóðminjasafni Íslands um friðaðar kirkjur og kirkjugripi.

Bækur ritraðarinnar eru til sölu í Safnbúðum Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu, í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í netverslun . Þær er einnig hægt að panta hana í síma 530 2203 eða senda tölvupóst á netfangið verslun@thjodminjasafn.is  

 

Bindi 31.

  • Steinhlaðnar kirkjur á Íslandi, Friðlýstar torf- og timburkirkjur, Friðlýstar steinsteypukirkjur, Skrá um hagleiksfólk, Skrár um höfunda, ljósmyndara, húsameistara, teiknara og mælingamenn, Leiðréttingar og viðbætur, Orðskýringar. 2018. (Kirkjur Íslands; 31)

Bindi 30.

  • Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. 2018. (Kirkjur Íslands; 30)

Bindi 29.

  • Skálholtsdómkirkja. 2018. (Kirkjur Íslands; 29)

Bindi 26-28. Friðaðar kirkjur í Vestfjarðaprófastdæmi I-III.

  • Bænhúsið í Furufirði, Eyrarkirkja við Seyðisfjörð, Nauteyrarkirkja, Staðarkirkja í Aðalvík, Súðavíkurkirkja, Unaðsdalskirkja, Vatnfjaðrarkirkja, Ögurkirkja. 2017. (Kirkjur Íslands; 28)
  • Holtskirkja, Hólskirkja í Bolungarvík, Hrafnseyrarkirkja, Hraunskirkja í Keldudal, Kirkjubólskirkja í Valþjófsdal, Mýrarkirkja í Dýrafirði, Staðarkirkja í Súgandafirði, Sæbólskirkja á Ingjaldssandi, Þingeyrakirkja. 2017. (Kirkjur Íslands; 27)
  • Bíldudalskirkja, Brjánslækjarkirkja, Gufudalskirkja, Hagakirkja, Patreksfjarðarkirkja, Sauðlauksdalskirkja, Saurbæjarkirkja á Rauðasandi, Selárdalskirkja, Staðarkirkja á Reykjanesi, Stóra-Laugardalskirkja. 2017. (Kirkjur Íslands; 26)

Bindi 24-25. Friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi I-II.

  • Bakkagerðiskirkja, Eiðakirkja, Hjaltastaðakirkja, Klyppstaðakirkja, Seyðisfjarðarkirkja, Þingmúlakirkja. 2015. (Kirkjur Íslands; 25)
  • Áskirkja, Eiríksstaðakirkja, Hofskirkja, Hofteigskirkja, Kirkjubæjarkirkja, Skeggjastaðakirkja, Vopnafjarðarkirkja. 2015. (Kirkjur Íslands; 24)

Bindi 23. Friðaðar kirkjur í Skaftafellsprófastsdæmi.

  • Brunnhólskirkja, Bænhúsið á Núpsstað, Grafarkirkja, Hofskirkja, Kálfafellskirkja, Langholtskirkja, Prestsbakkakirkja, Skeiðflatarkirkja, Stafafellskirkja, Þykkvabæjarklausturskirkja. 2014. (Kirkjur Íslands; 23).

Bindi 21-22. Friðaðar kirkjur í Þingeyjarprófastsdæmi I-II.

  • Garðskirkja, Grenjaðarstaðarkirkja, Húsavíkurkirkja, Neskirkja, Sauðaneskirkja, Skinnastaðarkirkja, Svalbarðskirkja, Þverárkirkja. 2013. (Kirkjur Íslands; 22)
  • Einarsstaðakirkja, Flateyjarkirkja, Grenivíkurkirkja, Hálskirkja, Illugastaðakirkja, Laufáskirkja, Ljósavatnskirkja, Lundarbrekkukirkja, Skútustaðakirkja. 2013. (Kirkjur Íslands; 21)

Bindi 20. Friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófastsdæmi.

  • Berufjarðarkirkja, Beruneskirkja, Brekkukirkja, Djúpavogskirkja, Eskifjarðarkirkja, Fáskrúðsfjarðarkirkja, Hofskirkja, Kolfreyjustaðarkirkja, Norðfjarðarkirkja, Papeyjarkirkja, Reyðarfjarðarkirkja. 2012. (Kirkjur Íslands; 20)

Bindi 18-19. Friðaðar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum I-II.

  • Laugarneskirkja, Neskirkja, Safnkirkjan í Árbæ, Viðeyjarkirkja. 2012. (Kirkjur Íslands; 19)
  • Dómkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti. 2012. (Kirkjur Íslands; 18)

Bindi 17. Friðaðar kirkjur í Rangárvallaprófastsdæmi.

  • Akureyjarkirkja, Árbæjarkirkja, Breiðabólstaðarkirkja, Hagakirkja, Hlíðarendakirkja, Keldnakirkja, Krosskirkja og Marteinstungukirkja. 2011. (Kirkjur Íslands; 17)

Bindi 15-16. Friðaðar kirkjur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. 

  • Bjarnarhafnarkirkja, Búðakirkja, Helgafellskirkja, Ingjaldshólskirkja, Rauðamelskirkja, Setbergskirkja, Staðarhraunskirkja, Stykkishólmskirkja. 2010. (Kirkjur Íslands; 16)
  • Dagverðarneskirkja, Hjarðarholtskirkja, Hvammskirkja, Narfeyrarkirkja, Skarðskirkja, Snóksdalskirkja, Staðarfellskirkja, Staðarhólskirkja. 2010. (Kirkjur Íslands; 15)

Bindi 13-14. Friðaðar kirkjur í Borgarfjarðarprófastsdæmi.

  • Akrakirkja, Álftaneskirkja, Álftártungukirkja, Borgarkirkja, Hjarðarholtskirkja, Hvammskirkja, Stafholtskirkja. 2009. (Kirkjur Íslands; 14)
  • Akraneskirkja, Fitjakirkja, Gilsbakkakirkja, Hvanneyrarkirkja, Innra-Hólmskirkja, Leirárkirkja, Reykholtskirkja, Stóra - Áskirkja. 2009. (Kirkjur Íslands; 13)

Bindi 11-12. Friðaðar kirkjur í Kjalarnessprófastsdæmi.

  • Bessastaðakirkja, Brautarholtskirkja, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Hafnafjarðarkirkja, Lágafellskirkja, Reynivallakirkja, Saurbæjarkirkja, Vindáshlíðarkirkja. 2008. (Kirkjur Íslands; 12)
  • Kálfatjarnarkirkja, Keflavíkurkirkja, Kikjuvogskirkja, Krýsuvíkurkirkja, Landakirkja, Njarðvíkurkirkja, Útskálakirkja. 2008. (Kirkjur Íslands; 11)

Bindi 9-10. Friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi.

  • Akureyrarkirkja, Grundarkirkja, Hólakirkja, Lögmannshlíðarkirkja, Minjasafnskirkja, Munkaþverárkirkja, Möðruvallakirkja í Eyjafirði, Saurbæjarkirkja. 2007. (Kirkjur Íslands; 10)
  • Bakkakirkja, Bægisárkirkja, Glæsibæjarkirkja, Kvíabekkjarkirkja, Miðgarðakirkja, Möðruvallakirkja í Hörgárdal, Ólafsfjarðarkirkja, Tjarnarkirkja, Urðarkirkja, Vallakirkja. 2007. (Kirkjur Íslands; 9)

Bindi 7-8. Friðaðar kirkjur í Húnavatnsprófastsdæmi.

  • Auðkúlukirkja, Bergsstaðakirkja, Blönduóskirkja, Bólstaðarhlíðarkirkja, Hofskirkja, Holtastaðakirkja, Svínavatnskirkja, Undirfellskirkja, Þingeyrakirkja. 2006. (Kirkjur Íslands; 8)
  • Árneskirkja, Kaldrananeskirkja, Kollafjarðarneskirkja, Staðarkirkja í Steingrímsfirði, Breiðabólsstaðarkirkja, Kirkjuhvammskirkja, Staðarbakkakirkja, Staðarkirkja í Hrútafirði, Vesturhópshólakirkja, Víðidalstungukirkja. 2006. (Kirkjur Íslands; 7)

Bindi 5-6. Friðaðar kirkjur í Skagafjarðarprófastsdæmi.

  • Barðskirkja, Fellskirkja, Grafarkirkja, Hofskirkja, Hofsstaðakirkja, Hóladómkirkja, Knappsstaðakirkja, Viðvíkurkirkja. 2005. (Kirkjur Íslands; 6)
  • Goðdalakirkja, Hvammskirkja, Ketukirkja, Reykjakirkja, Reynistaðarkirkja, Sauðárkrókskirkja, Silfrastaðakirkja, Sjávarborgarkirkja, Víðimýrarkirkja. 2005. (Kirkjur Íslands; 5)

Bindi 1-4. Friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi.

  • Eyrabakkakirkja, Gaulverjabæjarkirkja, Kotstrandarkirkja, Stokkseyrarkirkja, Strandarkirkja,
    Úlfljótsvatnskirkja, Þingvallakirkja. 2003. (Kirkjur Íslands; 4)
  • Bræðratungukirkja, Búrfellskirkja, Miðdalskirkja, Mosfellskirkja, Torfastaðakirkja. 2002. (Kirkjur Íslands; 3)
  • Hraungerðiskirkja, Ólafsvallakirkja, Stóra-Núpskirkja, Villingaholtskirkja. 2002. (Kirkjur Íslands; 2)
  • Hrepphólakirkja, Hrunakirkja, Tungufellskirkja. 2001. (Kirkjur Íslands; 1)