Bækur og rit

Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals

  • 2017 - Árni Daníel Júlíusson

Hér er fjallað um sögu Svarfaðardals frá landnámi fram á 16. öld. Dalurinn er sérlega auðugur af fornleifum og öðrum heimildum um forna tíma og þær eru nýttar hér til að skyggnast inn í fortíðina. Það kemur nokkuð á óvart að samfélagsgerðin virðist í fyrstu hafa einkennst af jöfnuði og dreifingu eigna en við upphaf ritaldar setti vaxandi misskipting og valdasókn höfðingja svip á samfélagið og því fylgdi hernaður og ofbeldi.

Fjallað er um höfuðbólin Velli og Urðir, kirkjunnar menn og veraldlega höfðingja sem þar sátu, en einnig um kotbýli og sel, bændur, vinnufólk og fátæklinga. Greint er frá landsháttum, gróðurfari og búskap á miðöldum og sagt frá því hvernig þessu samfélagi reiddi af í svartadauða.

Höfundur: Árni Daníel Júlíusson 

http://netverslun.thjodminjasafn.is/is/product/midaldir-i-skuggsja-svarfadardals