Bækur og rit
Svipmyndir eins augnabliks
Áhugaljósmyndun var ástríða Þorsteins Jósepssonar (1907-1967) blaðamanns og rithöfundar. Þorsteinn myndaði um allt land og ljósmyndun hans var samofin ferðalögum og starfi hans innan Ferðafélags Íslands.
Myndir Þorsteins birtust á forsíðum vikublaða, í dagblaðinu Vísi og fjölda bóka um miðbik 20. aldar og sköpuðu honum þjóðfrægð.
Í bókinni fjallar Steinar Örn Atlason heimspekingur um ljósmyndun Þorsteins og lífshlaup. Nýnæmi er að stuttum textum Steinars um einstakar ljósmyndir úr safni Þorsteins þar sem spurt er um inntak myndanna og þær settar í menningarsögulegt og heimspekilegt samhengi.