Bækur og rit
  • Þjóðin, landið og lýðveldið

Þjóðin, landið og lýðveldið

  • 2008 - Vigfús Sigurgeirsson

Vigfús Sigurgeirsson

Samfara viðamikilli sýningu á verkum Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns sem sýnd var í Þjóðminjasafni árið 2008 gaf safnið út bókina Þjóðin, landið og lýðveldið – Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.

 

Vigfús var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð og var framlag hans til íslenskrar menningarsögu því mikið.

Bókin hefur að geyma fimm greinar ýmissa sérfræðinga:
Hógvær ljósmyndari í stórbrotinni náttúru eftir Lindu Ásgeirsdóttur, safnvörð við Byggðasafn Árnesinga; Íslendingar í heimi framtíðarinnar eftir Írisi Ellenberger, sagnfræðing; Ljósmyndasýning Vigfúsar Sigurgeirssonar Ísland í Kunsthalle Hamborg 1935 og dvöl hans í Þýskalandi eftir Christine Stahl, forstöðukonu Alfred Ehrhardt Stiftung, Köln; Orðlaust vald eftir Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor, og Fortíðin fest á filmu eftir Ágúst Georg Ólafsson, safnvörð Þjóðháttasafns Þjóminjasafns Íslands.

Í bókinni er birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður.

 

 

Bókin er til sölu í Safnbúð Þjóðminjasafns Íslands og þar er einnig hægt að panta hana í síma 530 2203 eða senda tölvupóst til: vala.olafsdottir@thjodminjasafn.is