Treasures of the National Museum of Iceland
Treasures of the National Museum of Iceland
Þjóðminjar er komin út í enskri þýðingu og heitir á ensku Treasures of the National Museum of Iceland.
Í þessari ríkulega myndskreyttu bók greinir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður frá sögu Þjóðminjasafns Íslands og fjallar um hinn fjölbreytta menningararf sem safnið geymir. Hlutverk Þjóðminjasafns er að miðla þekkingu um sögu og aðstæður fólks, vekja til umhugsunar og auðga samfélagið. Það er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu og leiðandi í safnastarfi á Íslandi. Menningarminjar í vörslu Þjóðminjasafns segja sögu þjóðarinnar frá landnámi til nútíma og varða veginn til framtíðar.
Ritstjóri er dr. Anna Lísa Rúnarsdóttir og myndaritstjóri Inga Lára Baldvinsdóttir. Bókin er hönnuð af Ámunda Sigurðssyni. Ljósmyndir tók Ívar Brynjólfsson og töluvert af myndefni bókarinnar er úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Um enska þýðingu sáu þær Anna Yates og Katrina Downs-Rose.
Bókin Þjóðminjar, Treasures of the National Museum of Iceland fæst hér í enskri útgáfu og í íslenskri útgáfu.