Til gagns og til fegurðar
Æsa Sigurjónsdóttir
Vegleg ljósmyndabók eftir Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing. Bókin Til gagns og til fegurðar var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. Í bókinni er varpað fram spurningum um klæðnað og útlit Íslendinga á árunum 1860-1960 og sýnt hvernig ljósmyndir endurspegla sjálfsmynd þjóðarinnar á hverjum tíma.
Hér má líka fá svar við ótal spurningum um klæðnað og útlit, og brugðið er upp dæmum um klæðnað Íslendinga í fjölmörgum myndum í hundrað ár. Hvernig varð þjóðbúningurinn til? Af hverju vildu karlar ekki vera í þjóðlegum fötum? Hvenær fóru konur að ganga í buxum? Hversu íslensk er lopapeysan?
Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur hefur rannsakað sögu ljósmyndunar og menningarlegt og félagslegt hlutverk ljósmynda á Íslandi í fortíð og nútíð. Bókin Til gagns og til fegurðar byggir á rannsóknum hennar á íslenskri búningasögu í ljósmyndum.