Bækur og rit
Yfir hafið og heim: íslenskir munir frá Svíþjóð
Vorið 2007 var gerður mikilvægur samningur á milli Þjóðminjasafns Íslands og Nordiska Museet (Norræna safnsins) í Stokkhólmi í Svíþjóð um íslenska gripi í eigu þess. Í samningnum fólst að munirnir væru afhentir Þjóðminjasafni Íslands til ævarandi varðveislu. Árið 2008 var haldin sýningin Yfir hafið og heim í Þjóðminjasafninu þar sem munirnir voru sýndir.
Þessi bók var gefin út af því tilefni. Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir sérfræðingur og Lilja Árnadóttir safnvörður gera greina fyrir safnkostinum og því söfnunarstarfi sem leiddi til þess að Nordiska Museet eignaðist þessa íslensku gripi. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður skrifar formála bókarinnar.