Fyrirlestrar

Nýtt en gamalt. Nýlega afhentir jarðfundnir gripir til Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 29. október flytur Ármann Guðmundsson verkefnastjóri fornleifa í Þjóðminjasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Í Þjóðminjasafni Íslands eru varðveittir í kringum 200.000 forngripir sem fundist hafa í jörðinni. Langflestir þessara gripa koma úr fornleifarannsóknum en nokkrir frá almenningi sem fundið hefur forna gripi á víðavangi eða vegna framkvæmda. Báðir þessir gripa hópar segja magnaða sögu af samfélagi í mótun í gegnum aldirnar, harðri lífsbaráttu og fólki með drauma og þrár.

Í fyrirlestrinum fá gestir að skyggnast bakvið tjöldin og sjá nokkra útvalda forngripi sem borist hafa safninu síðustu misserin og varðveittir eru í nýrri rannsóknar- og varðveislumiðstöð Þjóðminjasafns Íslands í Hafnarfirði. Gripirnir verða kynntir, rýnt í hvaða sögu þeir hafa að segja og mikilvægi þess að varðveita þá samfélaginu til heilla.