Fyrirlestrar

Meðhöndlun forngripa á heimilum

  • 14.01.2020 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 14. janúar kl. 12 flytja Sandra Sif Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir forverðir á Þjóðminjasafni Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Inn á mörgum heimilum leynast gamlir dýrgripir og rétt meðferð þeirra er mikilvæg svo hægt sé að tryggja varðveislu þeirra. Forverðir Þjóðminjasafns Íslands munu fjalla um hvernig best sé hlúð að gripum heima fyrir og einnig sitja fyrir svörum og gefa góð ráð. Fjallað verður m.a. um varðveislu silfurmuna og pökkun á skírnar- og brúðarkjólum, sem og þjóðbúningum. Einnig verður fjallað um þrif á gömlum húsgögnum og áhrif sólarljóss og raka á gripi, ásamt ýmsu fleiru.