Fyrirlestrar

Keldur - menningarminjar í þrívídd

Jón Bergmann Heimisson, verkfræðingur hjá Punktaskýi, var með óhefðbundinn hádegisfyrirlestur 24. mars vegna samkomubanns. Hann var óhefðbundinn að því leyti að engir áheyrendur voru á staðnum, heldur talaði Jón fyrir framan upptökuvél.

Punktaský sérhæfir sig í gerð þrívíddarmódela með hjálp laserskönnunar. Í fyrirlestrinum er farið yfir verkefni sem Punktaský vann fyrir Þjóðminjasafnið. Bærinn að Keldum á Rangárvöllum var skannaður með þrívíddar-laserskanna. Farið er yfir möguleikana sem svona þrívíddar-skönnun býður upp á, hvernig svona skönnun fer fram, hvaða gögn koma úr skönnuninni og hvernig er hægt að nýta gögnin til frekari vinnslu og niðurstaðna.