Fyrirlestrar

Leiðsögn/kynning: Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit

  • 25.02.2020 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Leiðsögn og fyrirlestur

Þriðjudaginn 25. febrúar verður fyrirlestur og leiðsögn um sýninguna Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit. Hrönn Konráðsdóttir, verkefnastjóri sýningarinnar og dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi uppgraftarins á Hofstöðum munu halda stutta kynningu í fyrirlestrasal og ganga svo með gesti um sýninguna í Bogasal.

Á Hofstöðum í Mývatnssveit er merkileg minjaheild sem spannar allt frá víkingaöld fram til okkar daga. Þar hafa farið fram fornleifarannsóknir, þær fyrstu í byrjun 20. aldar en viðamestar hafa þær verið seinustu þrjá áratugi. Grafinn var upp gríðarstór veisluskáli frá víkingaöld sem er eitt stærsta mannvirki sem rannsakað hefur verið á Íslandi. Þá var grafinn upp kirkjugarður á Hofstöðum sem í hvíldu einstaklingar sem tengdir voru fjölskylduböndum. Beinin veita áhugaverðar upplýsingar um líf og aðstæður fólksins. 

Sýningin Saga úr jörðu. Hofstaðir í Mývatnssveit er unnin í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands.