Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Krýnt ljón á útskornum kistli. Ljón með kórónur eru algeng í ýmsum táknum og merkjum í gegnum aldirnar, enda er ljónið tákn hugrekkis, styrks, konungdæmis og margs fleira. Fjölda annarra fígúratífra mynda er að finna á þessum hálf viðvaningslega en þó skemmtilega útskorna kistli. Aldur hans er óþekktur en hann mun vera úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu en var síðar í eigu Gísla Jónssonar á Hofi í Svarfaðardal.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=310186

Mynd 29 af 32